©2019 by Kristin Snorradóttir. Proudly created with Wix.com

VELKOMIN Á SÍÐUNA MÍNA

Þú ert í góðum höndum

“Eitt eintak af þér, hugsaðu vel um það!.”

Kristín Snorradóttir

 KRISTIN SNORRADÓTTIR

Clinical Hypnotherapist

Kristín Snorradóttir er í grunninn þroskaþjálfi en hefur menntað sig í meðferðardáleiðslu, jóga nidra og hugrænni atferlismeðferð.


Hún hefur starfað sem meðferðaraðili til fjölda ára bæði með unglinga og fullorðna, hún starfaði til fjölda ára hjá Vímulausri æsku, foreldrahús með foreldrum sem áttu börn í vanda sem og ungmennum sem lokið höfðu vímuefnameðferð og þurftu stuðning út í lífið.

Einnig starfaði hún sem meðferðaraðili í Fjölskylduhúsi þar sem fókusinn var á aðstandendur sem voru á hliðarlínunni vegna einhverskonar veikinda eða vanda hjá ástvinum.

Auk þess hefur hún verið stundakennari á Þroskaþjálfabraut Háskóla Íslands.

Nú er það hennar ástríða að draga úr streitu með aðferðum jóga nidra og dáleiðslu og  hugrænnar atferlismeðferðar. Hún hefur þróað streitumeðferð úr ofangreindum aðferðum sem hefur sýnt mælanlegan árangur. Jafnframt er hún með námskeið sem er sérsniðið að konum og tilgangur þess er að  koma í veg fyrir kulnun.

Hún hefur víðtæka þekkingu á mannlegri hegðun og vanda  og vinnur á mjög lausnarmiðaðan hátt.

Jafnframt hefur hún haldið námskeið til eflingar sjálfsmyndar og er með fræðsluerindi.

MEÐFERÐARLEIÐIR

Betri lífsgæði

Dáleiðslumeðferðir, slökunarmeðferðir, yoga nidra, hugræn atferlismeðferð og samtalsráðgöf, Kristín hefur starfað sem meðferðaraðili í áratugi og er með víðtæka reynslu og þekkingu þegar kemur að því að bæta lífsgæði fólks.
Einnig er Kristín með öflug námskeið og fræðslu.

White Flowers

MEÐFERÐADÁLEIÐSLA

Vertu besta útgáfan af þér

Meðferðadáleiðsla er öflug til að vinna á ótta, fóbíum, kvíða, lágu sjálfsmati, minnka matarlyst, hætta að reykja og bæta frammistöðu í námi og íþróttum. 

Dáleiðslumeðferð er mjög öflug til að draga úr streitu.
Fáðu nánari upplýsingar um þetta magnaða meðferðaform.

Buddha Statue

YOGA NIDRA

Finndu kjarnann þinn

Yoga nidra er svefn Jógana og er dýpsta form slökunar sem maðurinn kemst í þar sem líkaminn sefur en hugurinn vakir.  
Í yoga nidra ástandi kemstu að kjarnanum þínum og finnur sannarlega hver þú ert og hvert þú vilt fara. Mjög áhrifarík leið til að draga úr streitu og kvíða.
Fáðu nánari upplýsingar um meðferðaformið.

Sandy Beach

HUGRÆN ATFERLISMEÐFERÐ

Lærðu að stýra hugsunum þínum

Hugræn atferlimeðferð er gagnlegt meðferðarúrræði við hinum ýmsu kvillum svo sem  kvíða, þunglyndi, streitu og fælni.

Hugræn atferlismeðferð er mjög öflugt meðferðaform sem er margrannsakað og rannsóknir sýna að meðferðin er fljótvirk og  ber árangur.

Einnig má nefna að öll sjálfsmyndar vinna byggir í grunninn á hugrænni atferlismeðferð.

 

Hugræn atferlismeðferð er tvíþætt. Annars vegar er leitast við að breyta hugarfari sem stuðlar að einkennum sjúkdómsins og hins vegar að breyta þeirri hegðun sem viðheldur þeim.

zen-pebbles_a-G-13133883-14258397.jpg

NÁMSKEIÐ FYRIR KONUR

Nýtt upphaf, frá streitu til kyrrðar

4 vikna námskeið byggt á hugmyndafræði jóga nidra, dáleiðslu og hugrænni atferlismeðferð.
Tónheilunarskálar og hreint kakó mun dýpka slökun og fylla þáttakendur af vellíðan og auðvelda djúpa slökun.

Þátttakendur munu iðka og læra að iðka sjálfir djúpaslökun, sjálfseflandi hópavinna þar sem unnið er út frá hugrænni atferlismeðferð og kenndar aðferðir til þess að draga úr streitu og finna leið til kyrrðar.

Þáttakendur fá öll námsgögn og gert er ráð fyrir heimaæfingum til þess að ná betri tökum á djúpslökun og sjálfseflingu.

 Námskeiðin eru á eftirfarandi tímum:

Mánud og föstud kl 11 til 13

Máud og miðvd kl 18- 20 

Þriðjud og fimmtd kl 11 til 13

þriðjud og fimmtd  kl 17.30 til 19.30

Men Working in Recording Studio

FORELDRARÁÐGJÖF

Sterk saman

Foreldrar sem eiga barn í vanda t.d vegna fíkniefnaneyslu eða hegðunarvanda þarf stuðning og Kristín hefur starfað sem foreldraráðgjafi í áratugi. 

LEIÐARVÍSIR

Til hamingju með ákvörðunina um að sinna þér.

Köllunarklettsvegur 1

862-1420