VELKOMIN Á SÍÐUNA MÍNA

Þú ert í góðum höndum

“Eitt eintak af þér, hugsaðu vel um það!.”

Kristín Snorradóttir

 KRISTIN SNORRADÓTTIR

Clinical Hypnotherapist

Kristín Snorradóttir er í grunninn þroskaþjálfi en hefur menntað sig í meðferðardáleiðslu, jóga nidra og hugrænni atferlismeðferð.

Kristín lærði grunnin í jóga nidra hjá Matsyendra Saraswati og er núna með Amrit kennararéttindi  í I AM YOGA NIDRA hjá Kamini Desai

Hugræna atferlismeðferð lærði Kristín ásamt geðlæknum, sálfræðingum og öðrum stéttum í endurmenntun Háskóla Íslands en próf skirteini er frá endurmenntun/Oxford þar sem flestir kennarar komu þaðan. Einnig er hún með margvísleg námskeið á sviði áfalla og hvað varðar uppeldi barna.


Hún hefur starfað sem meðferðaraðili til fjölda ára bæði með unglinga og fullorðna, hún starfaði til fjölda ára hjá Vímulausri æsku, foreldrahús með foreldrum sem áttu börn í vanda sem og ungmennum sem lokið höfðu vímuefnameðferð og þurftu stuðning út í lífið.

Einnig var hún annar eigandi og meðferðaraðili  í Fjölskylduhúsi þar sem fókusinn var á aðstandendur sem voru á hliðarlínunni vegna einhverskonar veikinda eða vanda hjá ástvinum.

Auk þess hefur hún verið stundakennari á Þroskaþjálfabraut Háskóla Íslands.

Nú er það hennar ástríða að draga úr streitu með aðferðum jóga nidra og dáleiðslu og  hugrænnar atferlismeðferðar. Hún hefur þróað streitumeðferð úr ofangreindum aðferðum sem hefur sýnt mælanlegan árangur.

Umsagnir um má finna ef ýtt er á hnappinn umsagnir.

 Einnig er hún með sérsniðna foreldrahópa fyrir foreldra sem eiga uppkomin börn í vímuefnavanda.

Þá bíður hún upp á dáleiðslumeðferð, Jóga nidra og hugræna atferlismeðferð.

Áfallameðferð með dáleiðslu er mjög öflug og streitulosandi.

Hún hefur mikla reynslu af því að styrkja sjálfsmynd fólks á öllum aldri og styðja einstaklinga sem þurfa til þess að stíga út í lífið að loknum veikindum eða öðrum ástæðum.

Kristín hefur átt gott samstarf við barnaverndir, félagsþjónustur og aðra fagaðila.

Hún hefur víðtæka þekkingu á mannlegri hegðun og vanda  og vinnur á mjög lausnarmiðaðan hátt.

Jafnframt er hún með fræðsluerindi fyrir hópa og stofnanir. 

MEÐFERÐARLEIÐIR

Betri lífsgæði

Dáleiðslumeðferðir, slökunarmeðferðir, yoga nidra, hugræn atferlismeðferð og samtalsráðgöf, Kristín hefur starfað sem meðferðaraðili í áratugi og er með víðtæka reynslu og þekkingu þegar kemur að því að bæta lífsgæði fólks.

Ávallt er unnið út frá styrkleikum einstaklingsins og í allri hópavinnu er einstaklingurinn hafður í forgrunni. 
Einnig er Kristín með öflug námskeið og fræðslu.

MEÐFERÐADÁLEIÐSLA

Vertu besta útgáfan af þér

Meðferðadáleiðsla er öflug til að vinna á ótta, fóbíum, kvíða, lágu sjálfsmati, minnka matarlyst, hætta að reykja og bæta frammistöðu í námi og íþróttum og draga úr hinum ýmsu sjúkdómseinkennum.

Sem dæmi má nefna að vefjagigtarsjúklingar hafa getað nýtt dáleiðslumeðferð til að draga úr einkennum vefjagigtar. 

Í raun er öll dáleiðsla sjálfsdáleiðsla og geta allir nýtt sér meðferðaformið. 

Dáleiðsla hefur verið notuð í því skyni að styrkja fólk og hjálpa því að endurforrita sig. 

Mjög öflug meðferð þegar kemur að áfallastreitu og verkjastjórnun.

Sá sem dáleiðir getur engu breytt nema viðkomandi vilji gera þessar breytingar, þá gerir undirvitund breytingar sem óskað er eftir.

Ég vinn bæði með unglingum og fullorðnum með góðum árangri.
Fáðu nánari upplýsingar um þetta magnaða meðferðaform.

Einnig er dáleiðsla eitt magnaðasta form djúpslökunar og streitulosunar

Buddha Statue

YOGA NIDRA

Finndu kjarnan þinn í dýpstu slökun

Yoga nidra er svefn Jóganna og er dýpsta form slökunar sem maðurinn kemst í ,theta ástand  sem á sér stað þegar líkaminn sefur en hugurinn vakir.  
Í yoga nidra ástandi kemstu að kjarnanum þínum og finnur sannarlega hver þú ert og hvert þú vilt fara. Mjög áhrifarík leið til að draga úr streitu og kvíða. 

Kristín lærði grunnin í jóga nidra hjá Matsyendra Saraswati, auk þess er hún Amrit jóga nidra kennari tók þau réttindi hjá  Kamini Desai en það er mjög öflug leið til að vinna dýpra með sjálfan sig og virkja lífsorkuna.

I AM YOGA NIDRA hefur reynst gott meðferðarform við áfallastreitu, kvíða og þunglyndi auk þess sem fólk finnur að það dregur úr krónískum verkjum.

Það má nefna það til fróðleiks að klukkustund af jóga nidra samsvarar 4 stunda góðum nætursvefni, einnig lækkar jóga nidra kortisol streituhormón líkamans og bætir svefn.

Jóga nidra námskeið

Jóga nidra æfingabúðir

Jóga nidra einkatímar- meðferðarform


Fáðu nánari upplýsingar um meðferðaformið.

Sandy Beach

HUGRÆN ATFERLISMEÐFERÐ

Lærðu að stýra hugsunum þínum

Hugræn atferlimeðferð er gagnlegt meðferðarúrræði við hinum ýmsu kvillum svo sem  kvíða, þunglyndi, streitu og fælni, fíkn, styrkingu sjálfsmyndar og fl.

Hugræn atferlismeðferð er mjög öflugt meðferðaform sem er margrannsakað og rannsóknir sýna að meðferðin er fljótvirk og  ber árangur.

Einnig má nefna að öll sjálfsmyndar vinna byggir í grunninn á hugrænni atferlismeðferð.

 

Hugræn atferlismeðferð er tvíþætt. Annars vegar er leitast við að breyta hugarfari sem stuðlar að einkennum sjúkdómsins og hins vegar að breyta þeirri hegðun sem viðheldur þeim.

Kristín er með 1 árs nám í Hugrænni atferlismeðferð og sama nám og sálfræðingar og geðlæknar.

Nýtt upphaf, frá streitu til kyrrðar 

Streitulosandi meðferð.

4 vikna námskeið byggt á hugmyndafræði jóga nidra, dáleiðslu og hugrænni atferlismeðferð.
Hreinar kjarnaolíur og hreint kakó verða kynnt sem hjálpartæki til að  dýpka slökun og fylla þáttakendur af vellíðan og auðvelda djúpa slökun.

Þátttakendur munu iðka og læra að iðka sjálfir djúpaslökun, sjálfseflandi hópavinna þar sem unnið er út frá hugrænni atferlismeðferð og kenndar aðferðir til þess að draga úr streitu og finna leið til kyrrðar.

Fræðsla um 5 grunnþætti sem hver manneskja þarf að huga að til að skapa jafnvægi í lífinu og styrkja sig til vellíðunar.

Þáttakendur fá öll námsgögn og gert er ráð fyrir heimaæfingum til þess að ná betri tökum á djúpslökun og sjálfseflingu. Unnið er í litlum hópum en með því næst betri meðferðarheldni.

Um er að ræða 16 tíma meðferð en þegar einstaklingar eru sendi frá opinberum stofnunum eða félagsþjónustu er gert ráð fyrir aukatíma til að leggja til næstu skref og skilaskýrslu.

Nýjar rannsóknir sýna fram á að með því að blanda saman Hugrænni atferlismeðferð og djúpslökun næst 60% betri langtímaárangur en með lyfjum einum og sér.

Upphaflega voru námskeiðin eingöngu fyrir konur en nú hef ég bætt við blönduðum hóp vegna mikilla eftirspurna varðandi karlmenn.

Unnið er í litlum hópum, það gefur betri meðferðarheldni.

Streitumeðferðar-námskeiðin:

Námskeiðin eru á eftirfarandi tímum:

Mánud og föstud kl 11 til 13 - næsta hefst mánud 2 mars og endar föst 27 mars

Máud og miðvd kl 18- 20 Blandaður hópur - næsta hefst mánud 2 mars og endar miðvd 25 mars

þriðjud og fimmtd  kl 17.30 til 19.30 - næsta hefst þriðjud 3 mars og endar fimmtd 27 mars

Skráning:  kristinsnorra@kristinsnorra.is

Verð: 45.000 kr

Flest stéttafélög veita styrk

Men Working in Recording Studio

FORELDRARÁÐGJÖF

Sterk saman

 Foreldrar sem eiga barn í vanda t.d vegna fíkniefnaneyslu eða hegðunarvanda þurfa oft  stuðning og Kristín hefur starfað sem foreldraráðgjafi í áratugi. 

Hún bíður upp á einkaviðtöl og námskeið fyrir foreldra.

Sterk saman, innri friður

Hún er með sérsniðna hópavinnu fyrir foreldra sem eiga fullorðin börn í  vímuefnaneyslu. Hópavinnan fer fram á þann hátt að komið er saman 1 x í viku í 2 tíma í senn þar sem Kristín handleiðir foreldrahópinn með gagnreyndum aðferðum og hver tími endar á djúpslökun.

Einnig læra foreldrar að iðka djúpslökun til framtíðar.

ATH: einungis 6 í hverjum hóp.

Hópurinn er mánuð í senn og misjafnt hversu lengi foreldrar eru í hópnum.

Foreldrahópur er á fimmtudögum kl 15-17 

LEIÐARVÍSIR

Til hamingju með ákvörðunina um að sinna þér.

Flatahraun 31, Hafnafjörður

862-1420

©2019 by Kristin Snorradóttir. Proudly created with Wix.com