Markþjálfun

Taktu flugið og hámarkaðu árangurinn þinn!

Markþjálfun leggur áherslu á að hámarka verðmætustu auðlind okkar allra, sem ert þú sjálf/ur.

 

Einstaklingar sem vilja ná betri faglegum eða persónulegum árangri vita að góður markþjálfi getur gert gæfumun. Skýr stefna, auðveldari ákvarðanataka, verkefnin verða viðráðanlegri og betri líðan almennt, hámarksárangur á því sviði sem þú óskar.

Allt ofantalið er eftirsóknarvert. 

Rétt eins og í íþróttum, er góður þjálfari nauðsynlegur til að varpa ljósi á hvar styrk- og minni styrkleikar hvers og eins liggja.

Markþjálfun er áhrifarík aðferðafræði til að þess að kalla fram eiginleika fólks og varpa ljósi á ný tækifæri. Í stað þess að kenna eina rétta aðferð þá gerir markþjálfun ráð fyrir að sérhver manneskja búi yfir einstakri visku og með því að hjálpa fólki að nálgast þessa innri visku, sér fólk ný tækifæri og nýjar leiðir að því að ná fram því besta sem býr innra með því.

Leitin að sannleikanum með heiðarleikan og hugrekki að vopni.

Hvort sem þú vilt ná hámarksárangri í tómstundum, íþróttum eða vinnu eða einfaldlega verða besta útgáfan af þér og lifa til fulls þá er markþjálfun vegvísir að þinni innri visku.

Mín áhersla er:

Að styðja fólk til þess að finna styrkleika sína og leiðir til að nýta þá til fulls hvort sem er til uppbyggingar á sjálfsmynd og/eða sértækra markmiða.

Efla fólk til þess að finna innri hvata til þess að bæta eigið heilsufar og finna leiðir sem nýtast þeim og eru ánægjulegar sem og heilbrigðar.

Mæta öllum þar sem þeir eru

’’ Enginn getur allt en allir geta eitthvað’´ 

Allir geta nýtt sér markþjálfun og sem þroskaþjálfi hef ég faglega þekkingu til að mæta breiðum hópi fólks t.d fólki með ýmsar greiningar og eða frávik.

Ástríðan mín er 

Að efla sjálfsmynd fólks sem og að styðja fólk að heilbrigðum lífsstíl sem leiðir til betri lífsgæða og meiri hamingju. Að sjá fólk vaxa og ná árangri, toppa sig og upplifa sigurtilfinningu!

Hvort sem það er að breyta lífstíl til betri heilsu eða klífa Mont Evrest.....

Markþjálfun

viðtöl 50 min

12.000 kr

Kristín Snorradóttir

Flatahraun 31,

220 Hafnafjörður

862-1420

  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram