Nýtt upphaf, frá streitu til kyrrðar

Streitumeðferð

4 vikna námskeið byggt á hugmyndafræði jóga nidra, dáleiðslu og hugrænni atferlismeðferð.
Hreinar kjarnaolíur og hreint kakó verða kynnt sem hjálpartæki til að  dýpka slökun og fylla þáttakendur af vellíðan og auðvelda djúpa slökun.

Þátttakendur munu iðka og læra að iðka sjálfir djúpaslökun, sjálfseflandi hópavinna þar sem unnið er út frá hugrænni atferlismeðferð og kenndar aðferðir til þess að draga úr streitu og finna leið til kyrrðar.

Fræðsla um 5 grunnþætti sem hver manneskja þarf að huga að til að skapa jafnvægi í lífinu og styrkja sig til vellíðunar.

Þáttakendur fá öll námsgögn og gert er ráð fyrir heimaæfingum til þess að ná betri tökum á djúpslökun og sjálfseflingu. Unnið er í litlum hópum en með því næst betri meðferðarheldni.

Um er að ræða 16 tíma meðferð en þegar einstaklingar eru sendi frá opinberum stofnunum eða starfsendurhæfingu er gert ráð fyrir aukatíma til að leggja til næstu skref og skilaskýrslu.

Nýjar rannsóknir sýna fram á að Með því að blanda saman Hugrænni atferlismeðferð og djúpslökun næst 60% betri langtímaárangur en með lyfjum einum og sér.

Upphaflega voru námskeiðin eingöngu fyrir konur en nú hef ég bætt við blönduðum hóp vegna mikilla eftirspurna varðandi karlmenn.

Námskeiðin 

 Námskeiðin eru á eftirfarandi tímum:

Mánud og föstud kl 11 til 13

þriðjud og fimmtd  kl 17.30 til 19.30

©2019 by Kristin Snorradóttir. Proudly created with Wix.com