Search
  • Kristin Snorrad

Námskeiðið: Nýtt upphaf, frá streitu til kyrrðar

Umsagnir maí 2019


Virkilega vandað námskeið og áhugasamur kennari. Mikilvægt mótvægi við hraða og streitu nútímans. Ég fann aftur orkuna mína sem hafði dalað verulega!

Ávinningurinn kom á óvart.

Einkunn 9Námskeiðið var yndislegt og hlakkaði mig alltaf til að mæta. Kristín var alltaf innileg og heiðarleg og hún gefur mikið af sér. Mér fannst ég endurnærð eftir hvern tíma.

Ég mæli hiklaust með námskeiðinu.

Einkunn 9Fór inn í nýjan og mjög áhugaverðan heim slökunnar með aðferðum jóga nidra og dáleiðslu. sem ég hef í hyggju að kanna enn frekar. Kristín er fagmaður og með smitandi eldmóð fyrir því sem hún er að gera.

Einkunn 9Kristín Snorradóttir er að mínu áliti faglegur meðferðaraðili sem kemur vel fram á þessu námskeiði sem veitti mér gott haldreipi og þar lærði ég margt sem nýtast mun nú og í framtíðinni.Námskeiðið kenndi mér aðferðir til að auka orkuna mína, slökuun á streitutíma, hjálp við að tengjast sjálfri mér og hvað það er sem ég vill gera við líf mitt. Jarðtenging óx og tenging við umhverfið. Útgeislun og jákvæðni jókst til muna. Allir litir verða sterkari.

Einkunn 9,5
0 views

©2019 by Kristin Snorradóttir. Proudly created with Wix.com