Search
  • Kristin Snorrad

Nýtt Upphaf, frá streitu til kyrrðar

Updated: Sep 2, 2019

Nú er ágúst námskeiði að ljúka og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vinna með þessum flottu konum, hér koma umsagnir frá þeim um námskeiðið.

Ásta, 63 ára


Mér finnst Kristín frábær og er mjög sátt við námskeiðið.


Einkunn: 10


Harpa, 38 ára


Mér finnst dásamlegt að ég hafi tekið ákvörðun um að fara í þetta ferðalag með Kristínu og hinum konunum á námskeiðinu. Ég fyllist þakklæti fyrir að hafa upplifað þessa vegferð.

Þessi vegferð í átt að betri líðan og að tengjast aftur mínu sanna sjálfi.

Ég lærði að slaka á og ná kyrrð í hjarta og sál.

Allt sem ég upplifði og lærði á námskeiðinu mun ég halda áfram að iðka og njóta þess að halda áfram að læra.

Kærar þakkir til þín elsku Kristín fyrir allt saman.


Einkunn: 9


Jóhanna, 59 ára


Mjög gagnlegt til að ná tökum á streitu og kvíða í daglegu lífi. Svo mörg hjálpartæki til að nýta í daglegu lífi og sem nýtast mér til að greina betur eigin líðan.

Nýttist mér til að ná tökum á kvíðanum.

Hefurr fengið mig til að ná slökun sem ég hef sjaldan gefið mér tíma fyrir áður.

Mikill styrkur til að takast á við daglegt líf.

Uppllifði mig losna úr búri sem ég hef verið lokuð inni í til fjölda ára!


Einkunn: 10

0 views

©2019 by Kristin Snorradóttir. Proudly created with Wix.com