Search
  • Kristin Snorrad

Nýtt upphaf, frá streitu til kyrrðar Mai/júní 2019


Ásdís R, 48 ára


Frábært námskeið fyrir mig, hef öðlast meiri styrk og kann betur að stjórna huganum.

Klappa mér oftar á axlirnar og tek oftar utan um mig.

Óska eftir námskeiði nr 2 í haust.


Einkunn 10Edda H, 45 ára


Námskeiðið kom mér á óvart. Kristínu hefur tekist að pakka saman allri sinni kunnáttu meðfærilegan vöndul sem ég held að geti hentað öllum.

Ekkert of flókið ekkert of krefjandi en er að skila mér persónulega miklu meira en ég hefði þorað að vona.

Hópurinn hefur náð mjög vel saman og ég held að traustið sem ríkir innan hópsins hefur gert það að verkum að að tilgangur námskeiðsins kemst dýpra inn.

Ég upplifði hellings árangur sem hefur orðið til einhvernvegin áreynslulaust og það er nákvæmlega það sem ég þurfti að fá að upplifa á þessum tímapunkti í lífinu.

Takk Kristín


Einkunn 10


Kristín B, 64 ára


Kom hér frekar langt niðri vegna álags og streitu.

Hef ekki nýtt mér þetta úrræði áður, þar af leiðandi voru væntingar mínar ekki miklar.

En þetta námskeið hefur verið frábært í alla staði, hvað varðar leiðbeinanda og alla umgjörð.

í dag get ég náð að slaka á og líður vel í sjálfri mér.

Ég er bara slök og nokkuð hamingjusöm í dag.

Takk fyrir mig.


Einkunn 10+


Rósa S, 42 ára


VÁ!

Hef farið á hin og þessi námskeið í gegnum tíðina í tengslum við sjálfsvinnu en þetta toppar allt!

Passlegur fjöldi á námskeiðinu sem myndar mikið traust.

Kristín er fagmaður fram í fingurgóma og finnst mér fjölbreytileikinn það er að segja, spjall, jóga nidra, dáleiðsla og hugræn atferlismeðferð ásamt heimavinnu vera fullkomin blanda.


Einkunn 10


Þessar flottu konur hafa óskað eftir framhaldsnámskeiði í haust.

0 views

©2019 by Kristin Snorradóttir. Proudly created with Wix.com