Search
  • Kristin Snorrad

Nýtt upphaf, frá streitu til kyrrðar Sept


Þessar flottu konur voru að takast á við allskonar í lífinu og leið allskonar en allar unnu þær af fúsleika og einurð og uppskáru eftir því.

Þær pöntuðu framhaldsnámskeið og ég mun því fá að njóta þess að vinna með þeim áfram.


Jóna Kristín 48 ára


Þetta námskeið hefur hjálpað mér mjög mikið að hafa stjórn á kvíðanum mínum.

Ég er að læra að hugsa vel um mig, leyfa mér að gera það sem mér finnst skemmtilegt.

Kristín þú ert fagmaður fram í fingurgóma það er svo notalegt að vera í kringum þig.

Svo skemmir ekki húmorinn þinn, þú ert frábær leiðbeinandi,

Ég hef lært að hugsa um mig og aðferðir til að fækka kvíðaköstum.


Ég á örugglega eftir að koma á fleiri námskeið til þín,


Einkunn: 10


Sædís Sif


Rakst á námskeiðið fyrir tilviljun og ákvað að taka þátt af heilum hug út af nokkursskonar lífsörm-gnun sem erfitt var að leggja fingur á.

Námskeiðið náði til mín strax í upphafi og aðstoðaði mig við að setja fingurinn á það sem var í gangi innra með mér og gefa mér styrk til að takast á við það.

Það má með sanni segja að námskeið Kristínar hafi náð mér frá streitu til kyrrðar!

Ég hlakka til að halda áfram minni vegferð með þá hugsun að ég sé mikilvægasta manneskjan í mínu lífi.

Ég lærði leiðir til að verja mig, staldra við fyrr, rýna í aðstæður og bregðast betur við.


***** fimm stjörnur á Stínu.


Einkunn: 10Sigrún Margrét, 76 ára


Þetta námskeið hefur gert mér mjög gott.

Núna hlakka ég til að leggjast fyrir og hlusta á hljóðfælinn hennar Kristínar og slaka á.

Ég lærði slökun, þakklæti og að vera jákvæð sem og að standa með sjálfri mér.


Einkunn: 9


Vilhemína, 39 ára


Yndislegt námskeið að öllu leiti.

Kristín er æðislegur leiðbeinandi, kemur efninu vel frá sér og er hafsjór af upplýsingum og ráðum um ýmsar aðstæður og hvernig hægt er að takast á við þær.

Mæli 100% með námskeiðinu hjá henni.

Ég lærði slökun ogaðferðir til að takast betur á við þær aðstæður sem ég er að eiga við.


Einkunn: 10


0 views

©2019 by Kristin Snorradóttir. Proudly created with Wix.com