Search
  • Kristin Snorrad

Nýtt upphaf, júní námskeið umsagnir


Svona slakar eftir 4 vikur.

Er að útskrifa þessar 5 konur í dag, ég er þeim afar þakklát fyrir fallegar umsagnir.


Jóna Kristín, 48 ára Þroskaþjálfi


Kristín er fagleg, veit hvað hún er að gera. Mér fannst mjög gott að slaka á hjá henni, eini staðurinn sem ég virkilega náði að slaka á.

Mun nýta mér áfram það sem ég lærði.


Einkunn: 9


Kristbjörg, 53 ára


Frábært og uppbyggjandi námskeið sem gefur manni sjálfstraust og kennir manni að slaka huganum og líkamanum.

Þetta mun nýtast mér það sem eftir er.


Einkunn: 10


Kona, 61 árs


Frábært styrkjandi námskeið í alla staði og sjálfseflandi. Það er farið svo vel inná við og skoðað og unnið með líðan, hver og ein getur verið í sínu flæði.

Ég mun nýta mér það sem ég lærði áfram

Kristín er frábær leiðbeinandi.


Einkunn: 10


Villa 39 ára, Gistihúsa-eigandi


Mér fannst námskeiðið skemmtilegt, mis auðveld verkefni sem samt gáfu svo mikið.

Hlakkaði til að mæta í hvern einasta tíma.

Ég mun iðka þakklæti, hugleiðslu og slökun áfram.


Einkunn: 10


Kona, 30 ára.


Ég hafði miklar væntingar til þessa námskeiðs og það kom ánægjulega á óvart að það fór fram úr þeim öllum.

Ég er mun léttari á mér og finnst ég hafa kynnst sjálfri mér betur og unnið úr mörgum gömlum og erfiðum tilfinningum sem hafa íþyngt mér í svolítin tíma.

Tímarnir hafa verið einstaklega heilandi og þægilegir en ég hef einnig fengið verkfæri til að nota sjálf og hef nýtt mér margar af þeim aðferðum sem ég hef kynnst á námskeiðinu í mínu daglega lífi með góðum árangri.

Þessir tímar hafa orðið partur vikulegri rútínu hjá mér og ég sé fram á að hreinlega halda bara áfram að mæta á amk eitt námskeið í viðbót því ég get bara ekki hugsað mér að hætta strax.

Takk kærlega fyrir mig <3


Einkunn: 10Eins og sjá má skiptir aldur ekki neinu námskeiði á þessu námskeiði.
0 views

©2019 by Kristin Snorradóttir. Proudly created with Wix.com