Search
  • Kristín Snorradóttir

Virðum rétt barna

Updated: Jul 19, 2020Það hefur mikið verið í umræðunni hvernig feður verða fyrir tálmun af hálfu barnsmæðra sinna og þær hafa komist upp með það oftar enn ekki.


Sem betur fer er vakning í samfélaginu og farið að virða rétt barns til að dvelja hjá báðum foreldrum til jafns og til eru rannsóknir sem styðja það að barn sem býr við þær aðstæður að dvelja helming hjá föður og hinn helming hjá móður kemur betur sett út í lífið en þau börn sem fá aðeins að hitta annað foreldri aðra hverja viku.


Rannsóknir sýna líka að þegar annað foreldri stendur í vegi fyrir því að barnið hitti hitt foreldrið, að þau börn eiga oftar í samskiptavanda en önnur börn og eru oft daprari þar sem þau upplifa að þau eigi ekki tvo foreldra eins og aðrir.


Sjá einnig:Er umgengnisréttur á Íslandi tálsýn? – Íslenskur faðir missti af afmæli barnsins síns og var neitað um umgengni án útskýringa


Samkvæmt barnaverndarlögum og barnasáttmáum er það skýlaus réttur barns að umgangast báða foreldra.


Já RÉTTUR barnsins, það gleymist stundum hjá fullorðna fólkinu að barnið hefir réttindi en ekki bara foreldrarnir.


Svo má heldur ekki gleyma að eftir því sem börnin eldast hafa þau rödd sem foreldrar eiga að hlusta á.


Það kemur skýrt fram í barnasáttmálum að barn hefur réttindi, allir hafa aðgang að barnasáttmálanum og barnaverndarlögunum.


Persónulega finnst mér mjög sorglegt að verða vitni að því þegar fullorðið fólk gleymir réttindum barna af því það á í stríði við fyrrverandi maka eða af eigingjörnum ástæðum.


Verjum réttindi barna, ALLTAF


Stöndum upp þegar við sjáum að réttindi þeirra eru ekki virt, verum talsmenn þeirra.


Hér má skoða barnaverndalöginn í heild sinni:

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2002080.html


Kristín Snorradóttir


6 views0 comments
Skráðu þig á póstlistann!

Ekki missa af neinu! Fáðu fréttir og tilboð beint í inboxið hjá þér.

Þeir sem skrá sig fá einnig óvænta gjöf ;) 

Kristín Snorradóttir

Flatahraun 31,

220 Hafnafjörður

862-1420

  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram