Nýtt upphaf

Nýtt upphaf, frá streitu til kyrrðar

4 vikna námskeið byggt á hugmyndafræði jóga nidra, dáleiðslu,hugrænni atferlismeðferð og markþjálfun.

Þátttakendur munu iðka og læra að iðka sjálfir djúpaslökun, sjálfseflandi hópavinna þar sem unnið er út frá hugrænni atferlismeðferð og markþjálfun.

Kenndar aðferðir til þess að draga úr streitu og finna leið til kyrrðar.

Fræðsla um 5 grunnþætti sem hver manneskja þarf að huga að til að skapa jafnvægi í lífinu og styrkja sig til vellíðunar.

Þáttakendur fá öll námsgögn og gert er ráð fyrir heimaæfingum til þess að ná betri tökum á djúpslökun og sjálfseflingu. Unnið er í litlum hópum en með því næst traust og dýpri vinna.

Um er að ræða 16 klst námskeið þar sem lögð er áhersla á valdeflandi hugmyndafræði og markmiðið er sterkari einstaklingur 4 vikum seinna. 

Nýjar rannsóknir sýna fram á að Með því að blanda saman Hugrænni atferlismeðferð og djúpslökun næst 60% betri langtímaárangur en með lyfjum einum og sér.

Námskeiðið hefur nýst vel þeim sem stefna í kulnun og má því í raun segja að um forvörn sé að ræða.

Upphaflega voru námskeiðin eingöngu fyrir konur en nú hef ég bætt við blönduðum hóp vegna mikilla eftirspurna varðandi karlmenn.

Næsta námskeið hefst 5  október 2020 og er skráning hafinn.

Námskeið

mán  og miðvikud

Kl 18-20

ATH: einungis 8 í hverjum hóp.

47.000 kr

Umsagnir

Kristín Snorradóttir er að mínu áliti faglegur meðferðaraðili sem kemur vel fram á þessu námskeiði sem veitti mér gott haldreipi og þar lærði ég margt sem nýtast mun nú og í framtíðinni.Námskeiðið kenndi mér aðferðir til að auka orkuna mína, slökuun á streitutíma, hjálp við að tengjast sjálfri mér og hvað það er sem ég vill gera við líf mitt. Jarðtenging óx og tenging við umhverfið. Útgeislun og jákvæðni jókst til muna. Allir litir verða sterkari.

Einkunn:

9.5

Nýtt upphaf, frá streitu til kyrrðar- maí 2019

Fór inn í nýjan og mjög áhugaverðan heim slökunnar með aðferðum jóga nidra og dáleiðslu. sem ég hef í hyggju að kanna enn frekar. Kristín er fagmaður og með smitandi eldmóð fyrir því sem hún er að gera.

Einkunn:

9

Nýtt upphaf, frá streitu til kyrrðar- maí 2019

Námskeiðið var yndislegt og hlakkaði mig alltaf til að mæta. Kristín var alltaf innileg og heiðarleg og hún gefur mikið af sér. Mér fannst ég endurnærð eftir hvern tíma.

Ég mæli hiklaust með námskeiðinu.

Einkunn:

9

Nýtt upphaf, frá streitu til kyrrðar- maí 2019

Kristín Snorradóttir

Flatahraun 31,

220 Hafnafjörður

862-1420

  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram