YOGA NIDRA Þerapía

Finndu kjarnann þinn - Dýpsta slökun sem fæst

Yoga nidra er svefn Jóganna og er dýpsta form slökunar sem maðurinn kemst í Alpha, theta og Delta ástand  sem á sér stað þegar líkaminn sefur en hugurinn vakir.  
Í yoga nidra ástandi kemstu að kjarnanum þínum og finnur sannarlega hver þú ert og hvert þú vilt fara. Mjög áhrifarík leið til að draga úr streitu og kvíða. 

Kennararéttindi frá  Amrit Institution í I AM YOGA NIDRA og Advance hjá Kamini Desai en það er mjög öflug leið til að vinna dýpra með sjálfan sig og virkja lífsorkuna.

Það má nefna það til fróðleiks að klukkustund af jóga nidra samsvarar 4 stunda góðum nætursvefni, einnig lækkar jóga nidra kortisol streituhormón líkamans og bætir svefn.
Fáðu nánari upplýsingar um meðferðaformið.

Yoga Nidra 

einkatími 60 min

14.000 kr

Nidra Ró-æfingarbúðir

Mán til fös í 2x vikur kl 10-11:15

næsta hefst 10 ágúst 2020

ATH: einungis 10 í hverjum hóp.

20.000 kr

Nidra Ró Net-búðir

Mán til fös í 2x vikur kl 18:30-19:30

næsta hefst 17 ágúst 2020

20.000 kr

Nidra Ró- æfingabúðir

Gerðu breytingu til frambúðar:

Ertu undir miklu álagi, er streitan að buga þig eða áttu að baki áfallasögu?


NIDRA RÓ er sérstaklega sett upp með ofantalið í huga, rannsóknir sýna að með ástundun á jóga nidra vinnur hugur og líkami saman að því að draga úr ofantöldu með innri vinnu, enginn þörf á að dvelja í gömlum minningum.


Eftir 6 klst reglulegri iðkun finnur einstaklingur mikin mun en eftir 11 klst iðkun afgerandi breytingu.


Námskeiðið er byggt upp á þann hátt að þú mætir daglega í 2 vikur s.s 5x viku og færð svo aðgang að hljóðskrá til að halda áfram sjálf/ur eftir æfingabúðir.


NIDRA RÓ er byggt á Advance Amrit yoga fræðum. 

Rannsóknir sýna að framleiðsla Dópamíns hækkar um 65% eftir 11 klukkustunda reglubundna iðkun að sama skapi lækkar streituhormónið kortesol. 


Aðferð þessi er viðurkennd af Bandaríska heilbrigðiskerfinu og notuð til að hjálpa hermönnum með áfallastreitu.

Nidra Ró-Lokaður hópur

Gerðu breytingu til frambúðar:

Yoga nidra lokaður hópur Taktu þér kyrrðarstund frá amstri dagsins.

 

Yoga nidra slökunartímar með ásetningi þetta námskeið er gott framhald eftir streitumeðferðina Nýtt upphaf, frá streitu til kyrrðar.

 

Kemur inn í kyrrlátt herbergi, kemur þér fyrir á dínu og ert leidd/ur í djúpa slökun með aðferðum I AM YOGA NIDRA.

Næsta námskeið hefst Mánud 24 ágúst kl 17 og er til kl 18 en því námskeiði  og líkur þann 12 okt.

Nidra Ró-Lokaður hópur

Mán kl 17 -18 8 x vikur

ATH: einungis 10 í hverjum hóp.

16.000 kr

Umsagnir

Margrét

Þvílík gæfa að hafa fengið að taka þátt í jóga nidra æfingabúðunum. Eftir þessa reynslu get ég sannarlega sagt að þetta var það besta sem gat komið fyrir mig í upphafi sumarfrís.

Námskeiðið varð fastur punktur í tilverunni og hver dagur hófst á jóga nidra og þannig hófust allir dagar í kyrrð. Ég fann að svefninn lagaðist og ég víldist vel en ef það gerðist að ég vaknaði á nóttunni þá hafði ég hljóðfælinn og hann svæfði mig strax aftur.

Bestu þakkir fyrir mig: Margrét (grunnskólakennari)

Einkunn:

10

Nidra Ró- æfingabúðir

Erla

Eftir 2 vikna æfingabúðir I am Joga nidra, þá hefur djúpslökun fært mér meiri ró og jafnvægi.
Ég er næmari á umhverfið og sjálfa mig.
Svefn hefur lagast og ekkert betra en að taka slökun að minnsta kosti einu sinni á dag.

Mæli eindregið með.
Kveðja Erla

Einkunn:

10

Nidra Ró- æfingabúðir

Bergey

Eftir 2 vikna Nidra ró æfingabúðir er ég í betra jafnvægi, sef betur, sit mun betur í sjálfri mér og er nær kjarnanum mínum og innsæi.

Auk þess sem líkaminn minn sem var alltaf í miklu hitaójafnvægi þ.e.mér var alltaf kalt hefur jafnað sig og mér er ekki lengur kalt.

Takk kærlega fyrir mig kveðja Bergey

Einkunn:

10

Nidra Ró- æfingabúðir

Kristín Snorradóttir

Flatahraun 31,

220 Hafnafjörður

862-1420

  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram